miðvikudagur, 22. júní 2022

Ferða tips

Það er gaman að ferðast til útlanda í sólina og stórborgina og sjá heiminn enda ólíkir menningarheimar sem skarast á og við fáum að kynnast öðrum háttum.
En það má ekki gleyma að það er líka gaman að ferðast um á Íslandi; það er alltaf eitthvað nýtt að sjá á hverju horni og sjá hvar arfur okkar liggur ósnertur. Vestur - suður - austur - norður ! Hvort sem þú tekur heila helgi - viku - mánuð - eða ár til að ferðast um landið þitt Ísland þá er alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ég hef ferðast mikið um Ísland og ég verð alltaf jafn spennt. Við sjáum ekki nema bara brot af því sem okkur er boðið uppá í hvert sinn. Sumir þurfa að taka heila viku eða tvær jafnvel þrjár til að komast yfir allt saman sem á að skoða.


Ég hyggst varpa fram minni þekkingu og reynslu og reyna að gera þessa síðu að upplýsinga síðu fyrir fólk
Spurningar eru guði velkomnar og við reynum að svara eftir bestu getu.


Takk fyrir og góða ferð

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli