miðvikudagur, 22. júní 2022

Góð tips ....


Manni hættir á að fylla bílana af allskonar dóti sem maður þarf svo ekki á að halda þegar í ferðalagið er farið og tekur bara óþarfa pláss og þá vill oftast eitthvað verða eftir heima sem skipti miklu meira máli. Þess vegna er mikilvægt að vera skipulagður þegar kemur að því að pakka fyrir ferðalögin. Það er gott að hugsa .... Þarf ég á þessu að halda - erum við að fara að nota þetta í útilegunni eða ferðalaginu eða má þetta bara liggja áfram heima. ??






Það er mikilvægt að taka með sér tjald eða ferðahýsi og það sem fylgir því .... ! Það eru til allskonar gátlistar á netinu. Það er ágætt að fara eftir þeim.. ég ætla ekki að setja einhvern sérstakan lista hérna en ég get sett link á þessar síður. 
Ég hef alltaf reynt að fara eftir mínum eigin lista sem ég hef búið til og plastað; þar get ég krossað við og strokað út aftur svo að listinn endist ár eftir ár. en svo má alltaf taka listann úr plastinu og bæta við á listann eða útbúa annað blað og skella með.


Útilegu tips - Linkar á síður.

Áttavitinn - linkur

Mbl tips


Engin ummæli:

Skrifa ummæli