fimmtudagur, 23. júní 2022

Langanes og eyðibýli

Hérna er listi með eyðibýlum sem staðsett eru á Langanesinu. Sum hver húsin standa ennþá en sum húsin eru alveg horfin og eftir standa tóftir. Það er gaman að gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið á þessum stöðum hérna áður fyrr. 


  • Heiðarhöfn
  • Læknesstaðir
  • Ártún
  • Kumblavík
  • Eiðisvík
  • Skálar - þorp - Skálabjörg
  • Hrollaugsstaðir
  • Fagranes
  • Skoruvík - Skoruvíkurbjörg
  • Höfði
  • Hóll 
  • Grund
  • Hvannstaðir
  • Brimnes
  • Eldjárnsstaðir - eru í uppgerð

  • Heiði - eru í uppgerð
  • Staðarsel
  • Ássel

Langanes Perla norðursins.

 

Langanes hefur stundum verið kölluð Perla norðursins vegna þess hversu falleg hún er og skemmtileg; Langanes er svokölluð paradís vegna þess að þar leynast ótrúlegar sögur hvort sem um er að ræða draugasögur fyrir svefninn eða hispurslaus raunveruleikinn á stað sem engar auðveldar samgöngur voru.
Fólk lifði á sjósókn mest og svo á afurðum af dýrum sem haldin voru á bæjum sem voru þarna ef landið bauð upp á 🙂
Mikil sjósókn var á Langanesi og má þá helst nefna Skálar en þar byggðist þorp sem gert var út sjósókn og unnið var með fisk í dágóðan tíma.
Lífið var samt ekki auðvelt því samgöngur gátu verið erfiðar og hreinlega ófærar vegna veðurs þó aðalega á veturnar því þá einangruðust bæjirnir og eina samgöngurnar sem hægt var að nota voru hestar, sigla á milli eða bara labba, því engir bílar voru komnir 🙂
Gaman er að labba út á nesi og forvitnast um bæjarlífið og sumstaðar standa húsin enn og hægt er að kíkja inn og ímynda sér lífið hér árum áður og gera sér í hugarlund hvernig bæjarlífið hafði verið meðan búið var þarna úti á Nesi.
Það er um að gera að taka börnin með sér og segja þeim draugasögur af ensku mönnunum sem urðu allir úti alls 11 talsins eða af ísbjörnum sem gengu á land eða hreinlega af tundul duflunum sem skoluðu á land og ollu miklum usla á sumum bæjum. Já það er hægt að gleyma sér hreinlega í sögunni og að skoða gömlu bæina en ekki má gleyma blessaðri náttúrunni því nóg er af henni og náttúruperlur á hverju strái !
Eins og ég sagði í byrjun er Langanes sannkölluð náttúru auðlind sem þarf að passa vel upp á og hirða vel um því þessir staðir viðhalda gamallri sögu og menningu og við megum ekki missa okkur í að sóða allt út eða spilla náttúrunni..!!!



miðvikudagur, 22. júní 2022

Skemmtilegir staðir í nágrenninu - Part #1

Ég er búin að fara ófá ferðalögin hérna á Íslandi og skoða alveg helling af fallegu landslagi. En að sjálfsögðu stendur alltaf uppúr þegar ég fæ að sjá ósnerta náttúruna sem er ekki stöbbuð af túristum. Hvort sem það er fallegur foss eða klettar og skógur.


MÝVATN ! 

Mývatn er paradís fyrir náttúruunnendur (já hvað eru mörg u í því)

Krafla er megineldstöð nálægt Mývatni. Hæsti tindur er 818 m. Í henni er sigketill eða askja sem er 10 km í þvermál. Já það var virkilega spes að labba upp að gígnum og horfa ofan í sigketilinn. Hann er mjög djúpur og langt að rúlla niður í öskjuna. En það var sem betur fer kaðall þeim megin sem ketillinn var og auðvelt aðgengi að öllu.

Við ákvaðum að labba upp á topp og horfa ofan í en þetta er challange fyrir lofthrædda þar sem þú ert kominn ansi hátt upp og þarna er orðið ansi bratt niður að gígnum. Ef þið eruð með ung börn er mikilvægt að halda fast í þau og leyfa þeim ekki að hlaupa þarna þar sem mölin er laus og auðvelt að renna til.

Kröflu gígur


Dimmuborgir  - Við keyrðum að dimmuborgum og ég skrapp niður að skilti en við ákváðum að eiga það inni að skoða þau en það eru um nokkrar gönguleiðir að velja - mislangar og mis erfiðar.



Okkur fannst skemmtilegt að keyra hringinn og skoða fugla lífið í kringum vatnið og sjá allann þennan gróður. Það er margt að skoða í nágrenninu. Það þarf ekki að fara langt til að komast í skemmtilegt umhverfi. Bara á leiðinni frá Akureyri til Mývatns er til dæmis alveg hellingur að skoða.  Fyrst ber að nefna Ljósavatn í Ljósavatnsskarði.
Ljósavatn er stöðuvatn í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Það er 3,2 ferkílómetrar að stærð. Veiði er einkum silungur, jafnt bleikja sem urriði, og er selt veiðileyfi á þremur bæjum í kring um vatnið.

Svo þegar keyrt er lengra - án þess að beygja þá er komið að einum fallegasta fossi Norðurlands Goðafossi.

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Hann er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri og fer það nokkuð eftir vatnsmagni árinnar hversu margir þeir eru. Hann er fjölbreytilegur ásýndum eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð og sumum finnst hann ekki síðri yfirlitum í klakaböndum að vetri en í glaðasól að sumri. Goðafoss er 9-17 m hár eftir því hvar mælt er og 30 m breiður.





Útilegu kassinn góði

Yfirleitt fylgir stór plast kassi með í útilegurnar eða ferðalögin; það er auðveldara þegar maður er á húsbíl þar sem hlutirnir eiga flestir sinn stað í skápum og hirslum. En þegar farið er með einkabíl og ferðahýsi í eftir dragi eða tjald er hentugara að taka með sér það sem ég vil kalla útilegu kassann. í honum er allt sem tengist útilegunni. Venjulega er þetta dálítið stór kassi til að rúma hluti tengt útilegunni. 


Í útilegu kassanum er t.d.

  • Pottar - sérstakir útilegu pottar og svo kannski panna sem er gerð fyrir opinn eld. 
  • Matarstell - Diskar, skálar og glös + könnur. Venjulega úr plasti svo það brotni ekki á ferðalaginu þar sem vegirnir eru ekki alltaf sléttir og fínir ;)
  • Hnífapör - best að hafa þau úr stáli svo þau virki nú almenniilega. 
  • Hitabrúsi - fyrir heita vatnið og heita drykki eins og kakó, kaffi eða te. 
  • Góða beitta hnífa til að skera grænmetið, kjötið eða fiskinn. 
  • Nú auðvitað skurðarbretti - ekki nema þú finnir flatann stein til að skera matinn á.
  • Dúk á útilegu borðið - algjörlega valkvætt en auðvitað skemmtilegra og fínna.
  • Þú ferð nú ekki langt án þess að taka með þér eldspýtur. kveikjara eða (Tin ef þú vilt nota þannig)
  • Áhöld til að elda með. 
  • Tuskur og viskustykki - Það þarf víst að halda hlutunum hreinum og þurrum.
  • Pokar - hvort sem sv. ruslapokar undir flöskur/dósir eða haldapokar undir ruslið. svo má ekki gleyma að taka með sér box eða glæra poka undir afganga sem á að halda uppá.
  • Sumir taka með sér servíettur og aðrir taka með sér eldhús rúllur og hvort tveggja er í fínu lagi.
  • WC pappír - Jú það verður víst ekki hjá því komist. allir þurfa að skella sér á wc á einhverjum tímapunkti og það er ekki alltaf gengið að því vísu að það sé pappír á öllum klósettum á tjaldsvæðum ef þú kýst að tjalda á þeim.
  • Uppþvottahanskar - æjj bara svona ef vatnið er mjög heitt þá er betra að nota hanska og svo eru sumir ekki hrifnir af því að vaska upp berhentir. 
  • Upptakari - Tja ... ef það slæðist vínflaska með í ferðina. og eða bjórflaska. ekki allar flöskur eru með skrúftappa ;)
  •  Grill kol eða viðarkubba + grillolíu. - svona ef þú ert ekki með ferða gasgrill.
  • Álpappír - það er ágætt að hafa svoleiðis meðferðis ... td undir kartöflurnar sem á að grilla eða fiskinn sem smellt er á grillið.
  • Ál bakkar undir matinn sem á að grilla. Sumt er bara ekki hægt að smella beint á grillið.
  • Grill áhöld - Nú þú grillar ekki berhentur - þá endaru bara upp á bráðamóttöku ;)
  • Sjúkra kit - Plástar; umbúðir fyrir stærri sár, kælikrem, ofmnæmislyf, verkjalyf, skæri og grisjur ásamt fleiru.

    Þessi listi ekki tæmandi og það er velkomið að bæta við hann eða minnka eftir því sem við á hverju sinni. Vonandi kemur hann bara að góðum notum og ef það er eitthvað sem vantar á hann þá bara bætið þið á hann eftir því sem þið viljið.

Góð tips ....


Manni hættir á að fylla bílana af allskonar dóti sem maður þarf svo ekki á að halda þegar í ferðalagið er farið og tekur bara óþarfa pláss og þá vill oftast eitthvað verða eftir heima sem skipti miklu meira máli. Þess vegna er mikilvægt að vera skipulagður þegar kemur að því að pakka fyrir ferðalögin. Það er gott að hugsa .... Þarf ég á þessu að halda - erum við að fara að nota þetta í útilegunni eða ferðalaginu eða má þetta bara liggja áfram heima. ??






Það er mikilvægt að taka með sér tjald eða ferðahýsi og það sem fylgir því .... ! Það eru til allskonar gátlistar á netinu. Það er ágætt að fara eftir þeim.. ég ætla ekki að setja einhvern sérstakan lista hérna en ég get sett link á þessar síður. 
Ég hef alltaf reynt að fara eftir mínum eigin lista sem ég hef búið til og plastað; þar get ég krossað við og strokað út aftur svo að listinn endist ár eftir ár. en svo má alltaf taka listann úr plastinu og bæta við á listann eða útbúa annað blað og skella með.


Útilegu tips - Linkar á síður.

Áttavitinn - linkur

Mbl tips


Ferða tips

Það er gaman að ferðast til útlanda í sólina og stórborgina og sjá heiminn enda ólíkir menningarheimar sem skarast á og við fáum að kynnast öðrum háttum.
En það má ekki gleyma að það er líka gaman að ferðast um á Íslandi; það er alltaf eitthvað nýtt að sjá á hverju horni og sjá hvar arfur okkar liggur ósnertur. Vestur - suður - austur - norður ! Hvort sem þú tekur heila helgi - viku - mánuð - eða ár til að ferðast um landið þitt Ísland þá er alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ég hef ferðast mikið um Ísland og ég verð alltaf jafn spennt. Við sjáum ekki nema bara brot af því sem okkur er boðið uppá í hvert sinn. Sumir þurfa að taka heila viku eða tvær jafnvel þrjár til að komast yfir allt saman sem á að skoða.


Ég hyggst varpa fram minni þekkingu og reynslu og reyna að gera þessa síðu að upplýsinga síðu fyrir fólk
Spurningar eru guði velkomnar og við reynum að svara eftir bestu getu.


Takk fyrir og góða ferð