miðvikudagur, 22. júní 2022

Útilegu kassinn góði

Yfirleitt fylgir stór plast kassi með í útilegurnar eða ferðalögin; það er auðveldara þegar maður er á húsbíl þar sem hlutirnir eiga flestir sinn stað í skápum og hirslum. En þegar farið er með einkabíl og ferðahýsi í eftir dragi eða tjald er hentugara að taka með sér það sem ég vil kalla útilegu kassann. í honum er allt sem tengist útilegunni. Venjulega er þetta dálítið stór kassi til að rúma hluti tengt útilegunni. 


Í útilegu kassanum er t.d.

  • Pottar - sérstakir útilegu pottar og svo kannski panna sem er gerð fyrir opinn eld. 
  • Matarstell - Diskar, skálar og glös + könnur. Venjulega úr plasti svo það brotni ekki á ferðalaginu þar sem vegirnir eru ekki alltaf sléttir og fínir ;)
  • Hnífapör - best að hafa þau úr stáli svo þau virki nú almenniilega. 
  • Hitabrúsi - fyrir heita vatnið og heita drykki eins og kakó, kaffi eða te. 
  • Góða beitta hnífa til að skera grænmetið, kjötið eða fiskinn. 
  • Nú auðvitað skurðarbretti - ekki nema þú finnir flatann stein til að skera matinn á.
  • Dúk á útilegu borðið - algjörlega valkvætt en auðvitað skemmtilegra og fínna.
  • Þú ferð nú ekki langt án þess að taka með þér eldspýtur. kveikjara eða (Tin ef þú vilt nota þannig)
  • Áhöld til að elda með. 
  • Tuskur og viskustykki - Það þarf víst að halda hlutunum hreinum og þurrum.
  • Pokar - hvort sem sv. ruslapokar undir flöskur/dósir eða haldapokar undir ruslið. svo má ekki gleyma að taka með sér box eða glæra poka undir afganga sem á að halda uppá.
  • Sumir taka með sér servíettur og aðrir taka með sér eldhús rúllur og hvort tveggja er í fínu lagi.
  • WC pappír - Jú það verður víst ekki hjá því komist. allir þurfa að skella sér á wc á einhverjum tímapunkti og það er ekki alltaf gengið að því vísu að það sé pappír á öllum klósettum á tjaldsvæðum ef þú kýst að tjalda á þeim.
  • Uppþvottahanskar - æjj bara svona ef vatnið er mjög heitt þá er betra að nota hanska og svo eru sumir ekki hrifnir af því að vaska upp berhentir. 
  • Upptakari - Tja ... ef það slæðist vínflaska með í ferðina. og eða bjórflaska. ekki allar flöskur eru með skrúftappa ;)
  •  Grill kol eða viðarkubba + grillolíu. - svona ef þú ert ekki með ferða gasgrill.
  • Álpappír - það er ágætt að hafa svoleiðis meðferðis ... td undir kartöflurnar sem á að grilla eða fiskinn sem smellt er á grillið.
  • Ál bakkar undir matinn sem á að grilla. Sumt er bara ekki hægt að smella beint á grillið.
  • Grill áhöld - Nú þú grillar ekki berhentur - þá endaru bara upp á bráðamóttöku ;)
  • Sjúkra kit - Plástar; umbúðir fyrir stærri sár, kælikrem, ofmnæmislyf, verkjalyf, skæri og grisjur ásamt fleiru.

    Þessi listi ekki tæmandi og það er velkomið að bæta við hann eða minnka eftir því sem við á hverju sinni. Vonandi kemur hann bara að góðum notum og ef það er eitthvað sem vantar á hann þá bara bætið þið á hann eftir því sem þið viljið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli