miðvikudagur, 22. júní 2022

Skemmtilegir staðir í nágrenninu - Part #1

Ég er búin að fara ófá ferðalögin hérna á Íslandi og skoða alveg helling af fallegu landslagi. En að sjálfsögðu stendur alltaf uppúr þegar ég fæ að sjá ósnerta náttúruna sem er ekki stöbbuð af túristum. Hvort sem það er fallegur foss eða klettar og skógur.


MÝVATN ! 

Mývatn er paradís fyrir náttúruunnendur (já hvað eru mörg u í því)

Krafla er megineldstöð nálægt Mývatni. Hæsti tindur er 818 m. Í henni er sigketill eða askja sem er 10 km í þvermál. Já það var virkilega spes að labba upp að gígnum og horfa ofan í sigketilinn. Hann er mjög djúpur og langt að rúlla niður í öskjuna. En það var sem betur fer kaðall þeim megin sem ketillinn var og auðvelt aðgengi að öllu.

Við ákvaðum að labba upp á topp og horfa ofan í en þetta er challange fyrir lofthrædda þar sem þú ert kominn ansi hátt upp og þarna er orðið ansi bratt niður að gígnum. Ef þið eruð með ung börn er mikilvægt að halda fast í þau og leyfa þeim ekki að hlaupa þarna þar sem mölin er laus og auðvelt að renna til.

Kröflu gígur


Dimmuborgir  - Við keyrðum að dimmuborgum og ég skrapp niður að skilti en við ákváðum að eiga það inni að skoða þau en það eru um nokkrar gönguleiðir að velja - mislangar og mis erfiðar.



Okkur fannst skemmtilegt að keyra hringinn og skoða fugla lífið í kringum vatnið og sjá allann þennan gróður. Það er margt að skoða í nágrenninu. Það þarf ekki að fara langt til að komast í skemmtilegt umhverfi. Bara á leiðinni frá Akureyri til Mývatns er til dæmis alveg hellingur að skoða.  Fyrst ber að nefna Ljósavatn í Ljósavatnsskarði.
Ljósavatn er stöðuvatn í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Það er 3,2 ferkílómetrar að stærð. Veiði er einkum silungur, jafnt bleikja sem urriði, og er selt veiðileyfi á þremur bæjum í kring um vatnið.

Svo þegar keyrt er lengra - án þess að beygja þá er komið að einum fallegasta fossi Norðurlands Goðafossi.

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Hann er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri og fer það nokkuð eftir vatnsmagni árinnar hversu margir þeir eru. Hann er fjölbreytilegur ásýndum eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð og sumum finnst hann ekki síðri yfirlitum í klakaböndum að vetri en í glaðasól að sumri. Goðafoss er 9-17 m hár eftir því hvar mælt er og 30 m breiður.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli