fimmtudagur, 23. júní 2022

Langanes Perla norðursins.

 

Langanes hefur stundum verið kölluð Perla norðursins vegna þess hversu falleg hún er og skemmtileg; Langanes er svokölluð paradís vegna þess að þar leynast ótrúlegar sögur hvort sem um er að ræða draugasögur fyrir svefninn eða hispurslaus raunveruleikinn á stað sem engar auðveldar samgöngur voru.
Fólk lifði á sjósókn mest og svo á afurðum af dýrum sem haldin voru á bæjum sem voru þarna ef landið bauð upp á 🙂
Mikil sjósókn var á Langanesi og má þá helst nefna Skálar en þar byggðist þorp sem gert var út sjósókn og unnið var með fisk í dágóðan tíma.
Lífið var samt ekki auðvelt því samgöngur gátu verið erfiðar og hreinlega ófærar vegna veðurs þó aðalega á veturnar því þá einangruðust bæjirnir og eina samgöngurnar sem hægt var að nota voru hestar, sigla á milli eða bara labba, því engir bílar voru komnir 🙂
Gaman er að labba út á nesi og forvitnast um bæjarlífið og sumstaðar standa húsin enn og hægt er að kíkja inn og ímynda sér lífið hér árum áður og gera sér í hugarlund hvernig bæjarlífið hafði verið meðan búið var þarna úti á Nesi.
Það er um að gera að taka börnin með sér og segja þeim draugasögur af ensku mönnunum sem urðu allir úti alls 11 talsins eða af ísbjörnum sem gengu á land eða hreinlega af tundul duflunum sem skoluðu á land og ollu miklum usla á sumum bæjum. Já það er hægt að gleyma sér hreinlega í sögunni og að skoða gömlu bæina en ekki má gleyma blessaðri náttúrunni því nóg er af henni og náttúruperlur á hverju strái !
Eins og ég sagði í byrjun er Langanes sannkölluð náttúru auðlind sem þarf að passa vel upp á og hirða vel um því þessir staðir viðhalda gamallri sögu og menningu og við megum ekki missa okkur í að sóða allt út eða spilla náttúrunni..!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli